Thursday, February 23, 2012

How many people can live on planet earth?

Fólksfjölgun hafði alltaf verið mjög hægt og stöðugt ferli þangað til nýlega. Þegar iðnbyltingin gékk í garð fyrir um 200 árum byrjaði fólki að fjölga töluvert en um miðbik 20. aldar var eins og það hefði orðið sprenging í fólksfjölgun. Á árunum 1950-1990 tvöfaldaðist heildarfjöldi jarðarbúa, eða úr 2.5 milljörðum í 5 milljarða. Helsta ástæða svo mikillar fólksfjölgunnar má rekja til framfara í læknavísindum, en nú getum við meðhöndlað marga sjúkdóma sem voru okkur banvænir hér áður fyrr. 
Fólksfjölgun í dag er orðið verulegt vandamál og tekur það sinn toll á hinar takmörkuðu auðlindir jarðar. Evrópubúar og þá sérstaklega bandaríkjamenn þurfa að breyta neysluvenjum sínum sem fyrst til þess að reyna að viðhalda auðlindum jarðar, þar sem við vesturlandarbúar erum stærsti neysluhópurinn. Eftirspurnin eftir mat og drykkjarvatni mun aukast í framtíðinni og ekki verður nógu mikið framboð til þess að fæða alla. Fólkinu fjölgar en ræktunarlöndin sem við höfum til umráða stækka ekki. Matarskortur þróunnarlandanna er því bein afleiðing offjölgunnar. Í dag hafa fleiri en einn milljarður manna ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni.


Í Mexíkóborg er vatnsskortur nú þegar orðið töluvert vandamál og reiða margir sig á vörubíla sem deila út vatni til fólksins. Fjölskylda þar þarf að vera mjög sparneytin með vatnið sitt, hvert þeirra  getur einungis þrifið sig með einni fötu af vatni og ekki má sturta klósettinu nema það sé búið að nota það allavega þrisvar sinnum. Svarið við vatnsvandamál Mexíkóborgar gæti legið í að nota regnvatnið. Vatnsból sem hafa verið til öldum saman í Suður Ameríku og Afríku, sem heilu samfélögin hafa reitt sig á, eru nú orðin uppþornuð. 
Í Afríku er matarskortur mikill, þar má til dæmis nefna Eþíópíu sem er mjög hátt mataraðstoðar frá öðrum ríkjum, en erlend fyrirtæki eiga þar lönd sem þau nota til ræktunnar og flytja matvælin síðan úr landi. Í Rúanda er matarskortur einnig orðið töluvert vandamál vegna gífurlegrar fólksfjölgunnar. Börn erfa þar landsvæði af foreldrum sínum og hefur því hver kynslóð alltaf minna landsvæði til umráða. Þjóðarmorðin í Rúanda gæti verið dæmi um afleiðingu fólksfjölgunnar og matarskorts á samfélag, en þar börðust tveir þjóðflokkar um landsvæðin og auðlindirnar. Stjórnvöld í Rúanda vita við hverju er að búast á komandi árum en ómögulegt er fyrir mörg afríkuríki að leysa sín vandamál nema með utanaðkomandi aðstoð. Matarskortur eins ríkis ætti að vera alþjóðlegt vandamál og það væri lítið mál fyrir efnuðustu ríki heims að veita þeim aðstoð með mat og menntamál.
Í Texas ríki í Bandaríkjunum er nú þegar orðinn skortur á olíuauðlindum. En þeir sem eiga olíuna í dag þurfa ekki að örvænta því þeim mun ekki skorta fjármuni á næstkomandi árum, því eftirspurnin eftir olíu er gífurleg og mun líklegast verða það allt þar til allar olíuauðlindir jarðar klárast. 
Á Indlandi reyndu stjórnvöld að sporna við fólksfjölgun á áttunda áratugnum með því að bjóða karlmönnum ókeypis ófrjósemisaðgerð, en sú hugmynd stjórnvalda misheppnaðist þar sem þeir náðu bara að laða til sín karlmenn sem áttu núþegar stórar fjölskyldur. Næsta hugmynd stjórnvalda var heldur róttæk og ómannúðleg en þar gerðu stjórnvöld ófrjósemisaðgerð að refsingu við alla glæpi. Þessi lög stjórnvalda dugðu skammt.


Á svæði á Indlandi í dag þar sem menntaðar fjölskyldur búa er fólksfjölgun ekki vandamál og eru fjölskyldur þar fremur litlar miðað við aðrar á Indlandi. Menntun þróunnarríkja er í mínum huga mikilvægasti þátturinn til að sporna við offjölgun í heiminum og hún hefur einnig að geyma svarið við matarskorti þeirra. Menntun fylgir aukið raunsæi og fólk gerir sér betur grein fyrir kosti þess að eiga minni fjölskyldur. Þar af leiðandi munu vandamálin tengd matarskorti og vatnsskorti heyra sögunni til. Mikilvægt er fyrir okkur öll að taka ábyrgð og fyrir öll ríki heimsins að vinna saman að lausn.


Heimildir:


http://www.globalchange.umich.edu/globalchange2/current/lectures/human_pop/human_pop.html


http://topdocumentaryfilms.com/how-many-people-can-live-on-planet-earth/